Skemmtilegt er myrkrið er spjaldasýning um drauga í íslenskri þjóðtrú eftir þjóðfræðingana Dagrúnu Ósk Jónsdóttur og Jón Jónsson, með myndskreytingum eftir Sunnevu Guðrúnu Þórðardóttur. Á sýningunni er hægt að fræðast um hinar ýmsu tegundir drauga sem koma fyrir í þjóðtrú á Íslandi. Sýningin var sett upp í Hnyðju – þróunarsetri á Hólmavík og síðan á Galdrasýningunni á Ströndum.