Galdraslóð: Grunnur að hljóðleiðsögn

Sumarið 2020 vann Dagný Kristinsdóttir þjóðfræðingur grunn að hljóðleiðsögn um Strandasýslu sem byggist á þjóðsögum og atburðum brennualdar. Á slóðinni eru 18 staðir og yfir 30 sögur sem tengjast þeim. Stefnt er að því að útfæra hljóðleiðsögn með upplestri á sögunum byggt á Galdraslóðinni. Verkefnið var unnið með stuðningi frá Nýsköpunarsjóði námsmanna.