Smárit á ensku um íslenska þjóðtrú

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða hefur ákveðið að styrkja samvinnuverkefni Rannsóknasetursins og Strandagaldurs á Hólmavík um kr. 700.000.- á árinu 2023 í tengslum við verkefnið Smárit á ensku um íslenska þjóðtrú. Markmiðið er að hanna litla og skemmtilega myndskreytta ritröð á ensku um ýmsar þjóðtrúarverur og gefa út í samvinnu þessara aðila. Ætlunin er að fá einnig ungt listafólk, fræðimenn og hönnuði til samstarfs.