Þjóðtrúarvefurinn

Þjóðtrúarvefurinn er vefur um þjóðtrú á Íslandi. Hér má finna margvíslegan fróðleik um þjóðtrú og tengd viðfangsefni. Vefurinn er á vegum Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Ströndum – Þjóðfræðistofu. Markmiðið er að skapa vettvang fyrir miðlun þekkingar og rannsókna á íslenskri þjóðtrú auk þjóðtrúartengdra verkefna sem Rannsóknasetrið á þátt í. Rannsóknasetrið er þannig traustur samstarfsaðili fyrir hvert það verkefni sem vill hagnýta þekkingu á alþýðumenningu og þjóðtrú, í fjölmiðlum, til námsefnisgerðar, í þróun ferðaþjónustu, vöruþróun, eða listsköpun, svo dæmi séu nefnd.

Allt efnið á síðunni er gefið út með frjálsu leyfi (CC-BY), nema annað sé sérstaklega tekið fram, svo hver sem er má nýta það svo lengi sem uppruna er getið.

Sendu okkur línu ef þú vilt ræða um samstarfsmöguleika þar sem þekking og reynsla Rannsóknasetursins getur nýst þér með því að senda tölvupóst á netfangið jonjonsson@hi.is.