Þjóðtrúarkvöldvökur hafa verið haldnar árlega í mörg ár í samvinnu við Sauðfjársetur á Ströndum. Þá er boðað til skemmtilegrar kvöldvöku, einhverja smalahelgina í september. Uppskriftin að skemmtuninni er einföld: Fyrirlesarar, tónlistaratriði og dulúðlegt kvöldkaffi. Þessar kvöldvökur hafa tekist afbragðs vel, þegar hægt hefur verið að halda þær, en sú fyrsta var á þjóðtrúardeginum mikla 7. sept. 2013 (7-9-13).
Rannsóknasetur HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofa gekk svo til liðs við Sauðfjársetrið sem aðstandandi þessara kvöldvakna þegar það var stofnað 2016.
2013: Álagablettir
# Dagrún Ósk Jónsdóttir íslenskunemi: Sýningin Álagablettir
# Jón Jónsson þjóðfræðingur: Hefndir huldra vætta
# Rakel Valgeirsdóttir þjóðfræðingur: Álagablettir í Árneshreppi
Arnar Snæberg Jónsson flutti tónlistaratriði og dulmagnað kvöldkaffi var á boðstólum við opnun sýningarinnar Álagablettir.
2014: Draugar og tröll og ósköpin öll
# Jón Jónsson, þjóðfræðingur frá Steinadal – Afturgöngur og aðrir ættbálkar drauga.
# Guðlaug G. I. Bergsveinsdóttir, þjóðfræðinemi á Gróustöðum – Fjársjóður og feigð í fiðurfénaði
# Dagrún Ósk Jónsdóttir, íslensku- og þjóðfræðinemi á Kirkjubóli – Gengið í fossinn: Álög, skrímsli og vatnavættir
# Magnús Rafnsson, forstöðumaður Þjóðfræðistofu og sagnfræðingur á Bakka – Trunt, trunt og tröllin á Ströndum
Íris Björg Guðbjartsdóttir á Klúku flutti eigin lög og kynngimagnað kvöldkaffi var á boðstólum
2015: Mannát, dauði og djöfull
# Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðinemi: Mannát á Íslandi
# Björk Bjarnadóttir, umhverfis- og þjóðfræðingur: „Skrattinn fór að skapa mann …“
# Jón Jónsson, þjóðfræðingur: Þjóðtrú tengd dauðanum
Björk Bjarnadóttir sá um tónlistaratriðið og dulmagnað kvöldkaffi var á boðstólum.
2016: Leyndardómar fjörunnar, þjóðtrú, ótti og óhugnaður!
# Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur: Ógnvaldur í undirdjúpunum: Hryllileg samskipti sela og manna.
# Dr. Kristinn Schram, þjóðfræðingur: Líf og dauði í flæðarmálinu: þjóðfræði rekafjörunnar.
# Jón Jónsson, þjóðfræðingur: Ísbirnir éta ekki óléttar konur!
Dulmagnað kaffihlaðborð og Arnar Snæberg Jónsson sér um viðeigandi tónlistaratriði.
2017 var þjóðtrúarkvöldvökunni (Á mörkum lífs og dauða) ítrekað frestað vegna jarðarfara, þangað til hún var felld niður.
2018: Á mörkum lífs og dauða!
# Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur – Er andi í glasinu?
# Jón Jónsson þjóðfræðingur – Ýluskarð og Skæluklöpp: Útburðir í íslenskri þjóðtrú
# Dr. Sigurjón Baldur Hafsteinsson prófessor í safnafræði við HÍ – Bara annarsstaðar: Um ljósmyndir af látnum.
Kynngimagnað kvöldkaffi og tónlistaratriði sem Skúli Gautason sá um.
2019: Ógnarstundir og örlagastaðir
# Jón Jónsson þjóðfræðingur: Dauðadómar, aftökustaðir og dysjar sakamanna.
# Dr. Matthias Egeler, norræn fræði: Misnotkun, ranglæti og dauði. Sagnir um fátækt fólk á Ströndum.
# Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur: Ást, harmur og dauði. Hlutskipti kvenna í íslenskum þjóðsögum.
Kynngimagnað kvöldkaffi á Sauðfjársetrinu og Dúllurnar tróðu upp!
2020 féll þjóðtrúarkvöldvakan niður út af Covid19.
2021: Pestir og plágur
# Jón Jónsson og Eiríkur Valdimarsson: Gleymt en þó geymt: Lækningaaðferðir alþýðu
# Dagrún Ósk Jónsdóttir: Flökkusagnir og faraldrar
# Áki Guðni Karlsson: Dauðinn og Covid: Tækni, hefðir og verklag á kveðjustundu
Kristján Sigurðsson mætti með gítarinn og sá um tónlistina, kvöldkaffið var dásamlegt að vanda.
2022: Þjóðtrú á ferð og flugi – Draugar, útilegumenn og óvæntir gestir
# Jón Jónsson, þjóðfræðingur: Viðbrögð við óvelkomnum gestum: Heimsóknir villidýra, vætta og annars óþjóðalýðs
# Eiríkur Valdimarsson, þjóðfræðingur: Draugur fær heimþrá: Af þvælingi þjóðtrúar til Vesturheims
# Dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur: Konur fara á fjöll: Smalastúlkur og útilegumenn í íslenskum þjóðsögum
Yfirnáttúrulegt kaffihlaðborð og Íris Björg Guðbjartsdóttir skemmti í hlé með söng og gítarspili