Í gær, þann 14. maí byrjaði að kólna all hressilega og í morgun hafði jörðin hvítnað hér á Hólmavík líkt og meðfylgjandi mynd sannar. Og það þýðir jú bara eitt: hret! En hvað á hretið að heita?
Mér finnst við hæfi að kalla þetta hret kríuhret, enda var það lengi álitið regla að hún kæmi fyrst til landsins þann 14. maí ár hvert og um leið kæmi skammvinnt kuldaskeið.
Fyrir rúmu ári setti ég saman lista yfir 47 ólík heiti yfir hret. Nú er ég búinn að uppfæra þann lista og bæta við 15 nýjum heitum yfir hret sem lesendur gætu haft „gaman“ af að renna í gegnum. Ég var að hugsa um að setja inn alveg glænýtt hret sem heitir „Eiríkurhengirútþvottgusan“! Það hret er mjög staðbundið og glettilega áreiðanlegt og verður mögulega komið inn á næstu uppfærslu á þessum lista! 🙂
bændadagagarri
bænadagshret
bændadagarumba
fardagaflan
fardagahret
fráfæruhret
grátittlingagusan
haglandahret
haustkálfar
háskakast
hrafnagusa
hrafnahret
hrafnaspýja
hrognkelsadrífa
hvítasunnuáfellir
hvítasunnuhret
hvítasunnukast
hvítasunnusnas
írennsli
Jónsmessuhret
Jónsmessurumbu
Jónsmessuskuna
kaupfélagshret
kóngsbænadagsgarður
kóngsbænadagshret
kóngsbænadagshrina
kóngsbænadagsíhlaup
kóngsbænadagskælan
kóngsbænadagsskot
kríuél
kríuhret
krossmessuhret
krossmessukast
krossmessukæla
lokadagsbylur
lokakast
lokarumba
lóuhret
mávahret
Pálmahet
Pálmakast
páskahret
rúningarhret
skiparumba
sólstöðvarskvumpa
spóahret
sumarmálagarður
sumarmálagarri
sumarmálahret
sumarmálahryðja
sýslufundarhret
sýslunefndargusa
trinitatishret
trinitatisrumba
uppstigningardagshret
uppstigningardagshrina
uppstigningardagsírennsli
uppstigningardagskast
vetrarkálfar
vinnuhjúahret
voráfelli
vorhret