Á Bjarnarnesi, milli Steingrímsfjarðar og Bjarnarfjarðar á Ströndum, er mikil gjótvarða á klettahöfða. Sagt er að þarna séu dysjaðir smalarnir á Bjarnarnesi og Kaldrananesi, en þeir höfðu orðið ósáttir um hvor jörðin ætti rétt á selveiði í skerjum út af nesinu og deilan hafi magnast svo að þeir hafi barist og drepið hvorn annan. Hafi þeir svo verið huslaðir þarna saman.
Merkileg þjóðtrú fylgir dysinni, því löngum hefur verið talið að því fylgi sérstakt happ eða gæfa að kasta steini í dysina. Stundum fóru smalar að dysinni til að kasta í hana steini ef þá vantaði kind, til að leitin gengi betur. Og sjómenn komu stundum að landi í vogi þarna neðan við til að kasta steini í dysina svo vel engi í róðrinum, þeir fengju betri byr og góða veiði. Heilladysin á Bjarnarnesi er einnig mið fyrir sjómenn.
Í vörðunni á dysinni er talsvert af steinum sem nýlega hafa verið lagðir í grjóthrúguna.