Sýningin Álagablettir á Ströndum var opnuð á Sauðfjársetrinu í Sævangi, þjóðtrúardaginn mikla, 7. september 2013. Álagablettir eru ákveðnir staðir í náttúrunni sem á hvílir bannhelgi eða álög af einhverju tagi. Á Íslandi eru sögur af álagablettum oft tengdar huldufólki, t.d. afmarkaðir grasblettir þar sem slægjurnar tilheyra vættunum og bannað er að slá. Oft eru þessir …