Rannsóknasetrið, í samstarfi við myndlistarmanninn Arngrím Sigurðsson, setti árið 2020 upp minnismerki um Strandamanninn Klemus Bjarnason, utan við Galdrasýninguna á Hólmavík. Klemus var síðasti maðurinn sem hlaut brennudóm á Íslandi. Dómnum var breytt í ævilanga útlegð og hann lést í Kaupmannahöfn 1692. Arngrímur Sigurðsson er þekktur fyrir að vinna með þjóðsagnaarfinn í verkum sínum. Árið …