Er hver vegur að heiman vegurinn heim? Seint á 19. öld og snemma á þeirri 20. fluttu ótal Íslendingar sjóleiðina frá Íslandi til Ameríku í leit að betra lífi, tækifærum og lífsafkomu sem sómi var af. Slíkt var þá vandfundið á Íslandi, hart var í ári og mörgum reyndist það þrautaráð að selja búsmalann og …