Í gamalli þulu af Ströndum þar sem jólasveinar á svæðinu eru taldir upp, er Steingrímur einn þeirra sem nefndir eru til sögu. Nafnið á honum er auðvitað kunnuglegt mannanafn sem enn er notað í talsverðum mæli. Auk þess passar það einkar vel á Ströndum, þar sem stærsti fjörðurinn heitir einmitt Steingrímsfjörður. Samt er erfiðara að …