Höfundur: Jón Jónsson Eins og kunnugt er eiga Grýla og sambýliströll hennar fjölmörg afkvæmi. Talað er 500 flagðbörn í Grýlukvæði sem ættað er austan af landi (Ólafur Davíðsson IV, 1898: 122) og rúmlega 100 jólasveinar hafa verið nafngreindir og tæplega 100 Grýlubörn að auki sem koma fyrir í nafnaþulum (Dagrún Ósk Jónsdóttir og Jón Jónsson, …